mánudagur, júní 06, 2005

John Daly fer holu í höggi

Hinn heimskunni golfleikari, John Daly, spilaði á Tungudalsvelli á laugardaginn, en hann var fluttur inn af þeim félögum Magnúsi Ver Magnússyni, og Hjalta Úrsus Árnasyni, í tilefni af alþjóðlegum degi kylfinga í þungavigt.

Daly spilaði völlinn á 36 höggum, og kenndi hann timburmönnum um slakan árangur að sér fannst. Daly fór reyndar sjöttu holuna á aðeins einu höggi, en hún er 129 metrar að lengd, og notaði Daly pútterinn, en Daly þykir afar högglangur.

Daly hlaut að launum 10 tíma ljósakort í Stúdíó Dan, fataúttekt að eigin vali frá tískuvöruversluninni Basil, og glæsilegt lítið notað Bing golfsett frá Samkaup.