fimmtudagur, júní 02, 2005

Valdimar ekki í náðinni

Valdimar Víðisson, hinn landskunni skólastjóri Grenivíkurskóla, var ekki tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna, en þau voru veitt í gær. Þykir þetta hin mesta hneysa, því Valdimar hefur skarað framúr í ötulli og ó-sérhlífinni vinnu sinni sem skólastjóri undanfarið ár.

Hyggst Valdimar kæra þennan úrskurð til umboðsmanns skólastjóra, og hefur hann m.a. hlotið stuðning Gunnars skólastjóra, Rúnars Vífils, Önnu Edvards, og Ragga Bjarna, sem hefur verið fyrirmynd ungra drengja frá því á sjötta áratug nítjándu aldar.

Sagðist Valdimar vera mjög óánægður með niðurstöðuna, því allir krakkarnir í skólanum hefðu fengið skýr fyrirmæli um að kjósa hann sem besta skólastjórann.

(Lesist mjög hratt)
"ja, ég hreinlega veit ekki hvað gerðist, þetta er allt mjög einkennilegt. Veist þú hvað gerðist? Áttir þú þátt í þessu? Ertu viðriðinn? Hvenær fórstu síðast í bíó? Hvaða mynd sástu? Ertu í sambúð? Áttu börn? Hvað heitirðu?", sagði Valdimar með ofsóknaræðisglampa í augunum.

Valdimar er rauðhærður.