miðvikudagur, maí 04, 2005

4. maí, frídagur örvhentra metrósexúal samsæriskenningamanna

Í tilefni afmælis Trausta Salvars Kristjánssonar í dag, 4. maí, hefur þjóðhátíðarnefnd lagt þá tillögu fram við Alþingi, að dagurinn verði gerður að frídegi örvhentra metrósexúal samsæriskenningarmanna, en einsog kunnugt er, hefur Trausti verið öflugur talsmaður þessa minnihlutahóps í rúm 12 ár.

Trausti trúir statt og stöðugt á tilurð geimvera, og meintan þátt þeirra í morðinu á John F. Kennedy, John Lennon, og Tupac Shakur, hvarfi Elvis, og samsæri bandarískra stjórnvalda til að hylma yfir þessa verknaði.

Einnig telur Trausti geimverurnar hafa staðið á bakvið glæstan árangur NBA liðsins Boston Celtics og stjörnu þeirra, Larry Bird, á níunda áratugnum, í ljósi þess að Larry Bird er hvítur.

Í tilefni afmælisins mun Trausti hafa opið MSN í dag milli 14-og 23, og eru allir velkomnir.

6617777@hotmail.com