laugardagur, maí 07, 2005

Deepblue setur skákforritið í recycle bin

Skáktölvan Deepblue, eða Djúpblá, sem komst í heimsfréttirnar fyrir að vinna skáksnillinginn Gary Kasparov í frægu einvígi, hefur ákveðið að hætta taflmennsku alfarið.

Djúpblá sendi frá sér tilkynningu í formi tölvupósts í morgun, þar sem kom fram að hún hefði ekkert teflt síðan sigur vannst á Kasparov, því hún hefði ekki fengið nein önnur tilboð um að tefla.

Sagði hún einnig að kominn væri tími á að leyfa nýjum tölvum að spreyta sig, og henni litist sérstaklega á nýju NX-303 gerðina frá Dell, sem sigraði m.a. Viktor Korsnoj, og Gumma Daða.

"1ooo11o1oo1o11o o1o111o111, oooo11oo1 1o1o1oo1 o1o1 11o 11 o1o11, oo1o111 o1 1o 1oo1 o 11 11o o11 o11, 100 10001!" sagði Djúpblá klökk, í viðtali við blm. VSP í dag

Umboðsmaður Djúpbláar, IBM, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu.