laugardagur, apríl 02, 2005

Kristján hljóp apríl

Kristján Jónsson, vefíþróttafréttamaður mbl.is, fór í gærkvöld niður í þjóðmenningarhús til þess að fylgjast með meintu skákeinvígi Bobby Fishers og Friðriks Ólafssonar.

Kristján gerði sér hinsvegar ekki grein fyrir því að um aprílgabb var að ræða hjá fréttastofu Stöðvar 2, og hljóp því all svakalegan apríl. Kom þetta fram í fréttum Stöðvar 2 rétt í þessu.

Kristján sagðist svekktur vegna þessa, því hann hefði hlakkað til að ræða við Bobby, en þeir deila sameiginlegu áhugamáli, báðir eru öfgasinnaðir hægrimenn.