fimmtudagur, apríl 28, 2005

Stjáni Star Wars hlakkar til nýju myndarinnar

Hinn kunni lífskúnstner, heimsmaður, og listunnandi, Kristján Jónsson, hefur í opinskáu viðtali við VSP viðurkennt, að vera forfallinn Star Wars aðdáandi.

Kristján sagðist hafa uppgötvað þessa snilld fremur seint, og hafi í raun aldrei verið mikið fyrir Star Wars sem krakki, því bláu, þröngu, aðsniðnu Adidas buxurnar hafi átt hug hans allann.

En Kristján tók upp á því að byrja þessvegna á byrjuninni, og hefur því aðeins séð fyrstu tvo hluta geimævintýrsins, sem komu út 1999, og 2002. Kristján segist spenntur eftir því að bíða eftir nýjustu, og jafnframt síðustu myndinni, sem kemur út núna í maí.

"já, ég fer út til London, þar sem hún verður heimsfrumsýnd. Ég verð bara í tjaldi fyrir utan bíóið til að fá miða, því það verður mikil eftirspurn sko. "

Kristján sagðist hlakka mest til að sjá síðustu þrjár myndirnar, sem gerðar voru 1977, 1980, og 1983, en þær eru löngu orðnar "kult" myndir, sem njóta enn gríðarlegra vinsælda.

"Já, það er svolítið skrítið að hafa ekki séð þessar vinsælu myndir, en samt veit ég alveg að Svarthöfði er pabbi Loga Geimgengils, þó það sé eitt best varðveittasta leyndamál kvikmyndanna. Mig hlakkar samt mest til að sjá R2-D2 og C3Po, þeir eru víst alveg magnaðir, og svona comic relief, sem ég hef einmitt svo gaman af," sagði Kristján glaðbeittur með geislasverð í hendi.