föstudagur, apríl 29, 2005

Þrír Sleikipinnar orðaðir við ofbeldisverk á Akureyri

Frá Akureyri hafa borist fregnir yfir fjöll og yfir sand um hrinu ofbeldisverka undanfarið. Eins og alkunna er fyrir norðan þá má ávallt rekja missyndismál á Akureyri til aðkomumanna. Það er þyngra en tárum tekur að greina frá því að spjót lögregluyfirvalda hafa nú beinst að aðkomumönnunum Guðmundi Gunnarssyni, Trausta Salvari Kristjánssyni og Jóni Smára Jónssyni. Áður en þessir menn settust að í Eyjafirði var allt með ró og spekt í bænum sem þótti friðsæll. Andrúmsloftið í bænum hefur nú umturnast eftir að þessir menn hófu innreið sína og nú ríkir þar ógn og skelfing. Hafa þeir meira að segja verið kallaðir Daltón bræðurnir þegar Valdimar Víðisson hefur sést með þeim. Jafnframt rennir sú staðreynd, að jafnan hefur verið talað um þrjá menn í ofbeldishrinunni undanfarið, frekari stoðum undir grunsemdir lögreglunnar. Jónmundur Kjartansson hjá Rannsóknarlögreglunni vildi, í samtali við fréttavef VSP, ekki staðfesta að þessir þrír menn væru sekir um glæpina, en benti þó á að væru þeir saklausir þá væru um ansi miklar tilviljanir að ræða. Auk þess halda þremenningarnir úti heimasíðu þar sem þeir hafa stært sig af ofbeldisverkum sínum, en undanfarið hefur slíkum færslum verið kippt út af vefnum. Ekki hefur náðst í þremenningana þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, en til Guðmundar sást í Leifsstöð í morgun þar sem hann hélt af landi brott, sem RLR þykir afar grunsamlegt, að sögn Jónmundar.