Ofbeldismaður ekki í farbanni
Eins og Sleikipinnavefurinn greindi frá 2. apríl síðastliðinn þá gengur ofbeldismaður laus í Landsbankanum og hefur hann gengið bersersgang á vinnustaðnum. Samkvæmt heimildum Sleikipinnavefjarins þá hefur ofbeldismaðurinn ekki verið settur í farbann og hefur það sett óhug að kvenkynsstarfsmönnum bankans. Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér þá var ofbeldismaðurinn í Englandi fyrir ekki svo löngu síðan og hélt þá uppteknum hætti. Sjón er sögu ríkari. Öllum hlýtur að vera ljóst að koma þarf böndum á svona menn.
<< Home