miðvikudagur, mars 25, 2009

Nýjar aðferðir hjá Hagbarði

Hagbarður Marínósson, útgerðarmaður í Bolungarvík, hefur að undanförnu verið að prófa sig áfram með veiðar á nýrri tegund sem hingað til hefur einfaldlega verið kölluð Coca Cola: "Þessi tegund hefur ekki verið sett í kvóta. Veiðarnar á þessari tegund eru því ótakmarkaðar," sagði Hagbarður stuttur í spunann enda á hraðferð þegar blaðamaður sleikipinnavefjarins reyndi að taka hann tali. Spurður um aflaverðmætið sagðist Hagbarður að það mætti vera betra: "Síðast þegar ég vissi var þetta um tíkall í Sorpu. En allt er hey í harðindum."