mánudagur, júní 08, 2009

Fann týnda tvíburasystur sína á Facebook


T.H. Bergur Karlsson flytur stefnuræðu sína á ársþingi kranabílsstjóra 2008.








T.V Frú Jóhanna Sigurðardóttir tekur við viðurkenningu

frá Gunnari Birgissyni, fyrir að vera sætasta ljóskan
á Goldfinger, í 52. viku ársins 2006. Ungfrú Kazakstan
situr álengdar og fylgist með.


Bolvíkingurinn Bergur Karlsson, betur þekktur sem "Beggi Karls", datt heldur betur í lukkupottinn um helgina, þegar hann uppgötvaði sér til ómældrar gleði, að hann ætti áður óþekkta tvíburasystur. Vill svo skemmtilega til að hin löngum týnda systir er engin önnur en forsætisráðherra vor, frú Jóhanna Sigurðardóttir.

"Ég var bara að uppfæra statusinn minn á Facebook úr "Silfur Begga", í "Platínuljóskur skemmta sér betur", þegar ég sá að engin önnur en Jóhanna Sigurðardóttir var búin að "adda" mér sem vin. Ég auðvitað samþykkti hana strax, enda virtumst við eiga svo margt sameiginlegt. Höfum bæði verið hvíthærð síðan um tvítugt, erum jafnaðarmenn og auðvitað veik fyrir rauða litnum," sagði Beggi Karls, hvítur í vanga við Sleikipinnavefinn í gær.

Frú Jóhanna Sigurðardóttir var einnig ánægð með fundinn.

" Þessi fésbókarvefur er algjör snilld! Sérstaklega eftir að hann var þýddur yfir á íslensku, því áður var ég alveg úti að aka, skildi bara ekki neitt! En síðan sá ég myndina af Begga, og vissi strax að það væri eitthvað sérstakt við hann. Hvort það var rauða peysan eða hvað, veit ég ekki alveg, en síðan föttuðum við að við værum tvíburar. Svo erum við náttla bæði í björgunarsveit. Hann í björgunarsveitinni Erni, en ég er að bjarga íslenskum heimilum, með því að slá um þau gjaldbo...ég meina skjaldborg, he he he. Það er rosa gaman að vera búin að eignast lítinn bróður! Hann er líka svo krúttlegur, hann Beggi."

Í lokin má geta þess, að makar þeirra Begga og Jóhönnu, hafa stofnað samtökin Á gráu svæði, sem eru hjálparsamtök aðstandenda hvíthærðra. Vefsíða samtakanna er hvítterekkiskítt.is