Súpufundur hjá sjálfstæðismönnum

Þeir sátu svo sannarlega í súpunni
sjálfstæðismennirnir atarna
Sjálfstæðismenn í Bolungarvík stóðu fyrir súpufundi í hádeginu síðastliðinn föstudag. Á fundinum voru bæjarmálin rædd og voru bæjarfulltrúar flokksins á staðnum og svöruðu fyrirspurnum fundarmanna.
Sjálfstæðisfélögin í Bolungarvík stefna á að súpufundirnir verði reglulegur viðburðir í starfsemi félaganna í vetur. Gert ráð fyrir að súpufundir verði haldnir 2. föstudag í hverjum mánuði og eru fundirnir opnir öllum sjálfstæðismönnum, hvort sem þeir hafa náð lögaldri eður ei.
<< Home