Víðir Jónsson veldur úlfúð á Dalvík
Bolvíski skipstjórinn Víðir Jónsson hefur með fundvísi sinni á miðunum valdið miklum titringi á meðal smáglæpamanna á Dalvík eins og meðfylgjandi FRÉTT ber með sér. Víðir, sem gjarnan er kallaður Stóri Grátur, er einmitt skipstjóri á Kleifaberginu frá Ólafsfirði. Til hans heyrðist í talstöðinni í fyrradag þar sem hann sagði eitthvað á þá leið: ,,Það kemur ekki bein úr sjó.....en hvað er aflaverðmætið á ökuskírteinum?" Með næmni sinni á Halamiðum hefur Stóra Grát tekist að koma þrettán ára gömlu sakamáli aftur í kastljós fjölmiðla og er talið að uggur sé í Svarfdælingamafíunni alræmdu sem stundum er kölluð SDM í undirheimum Norðurlands eystra.
<< Home