Gleymdi broskarli í blogginu!

Að meðaltali eru 279 broskarlar í hverri bloggfærslu táningsstúlkna
Sá fáheyrði atburður gerðist í gærkvöldi að stúlka á táningsaldri gleymdi notkun broskarla í nýjustu færslu sinnu. Færslan var í rauntíma og fjallaði um hvaða bókstafir væru á lyklaborðinu og notkun skóhorns. Að sögn Harðar Más Baldurssonar, forstöðumanns internetsins á Íslandi, hefur slíkt ekki gerst áður. Hörður segir engin viðurlög við slíku athæfi en klárlega þurfi hert eftirlit:
“ Þetta auðvitað gengur ekki. Maður veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þessum kvikindum á þessum aldri en aldrei hefði ég búist við þessu háttalagi, og það fyrir alþjóð! Það þarf að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur með hertri löggjöf frá alþingi,” sagði Hörður alvarlegur í bragði.
Kolrún Halldórsdóttir segir að sjálfsmynd táningsstúlkna geti borið skaða við slíkt athæfi enda “algerlega úr karakter að gera svona lagað”. Kolbrún vill þó ekki meina að tengsl séu á milli snyrtingu skapahára og þessa atviks en slíkt sé sjálfsagt að skoða betur.
“Klámvæðingin er allstaðar. Hún leynist í hverju horni, krók og kima. Það þarf bara að koma auga á hana. Ég get ekki fullyrt neitt í þessu tilviki en ég legg til að þetta verði skoðað í nefnd,” sagði Kolbrún andstutt, móð og másandi í símaviðtali við blm. VSP í dag.
Stúlkan, sem vill ekki láta nafn síns getið, hlýtur nú ráðgjöf hjá sérfræðingi en foreldrar og aðstandendur hafa fengið áfallahjálp frá Hexia.net.
<< Home