Sönn íslensk sakamál
Það hlýtur einhver að vera að gera mér grikk þessa dagana. Meira að segja fremur ógeðfelldan grikk. Undanfarið hef ég fengið afar einkennilega tölvupósta svo ekki sé fastara að orði kveðið utan úr hinum stóra heimi. Þar er mér vinsamlegast bent á að ýmislegt efni sé hægt að nálgast á ákveðnum heimasíðum og fleira í þeim dúr. Um er að ræða klámefni. Ekki getur þetta þó kallast hefðbundið klám ef hægt er að segja svo. Þarna er á ferðinni alls kyns viðbjóður eins og nauðganir (vonandi sviðsettar) og ýmislegt fleira krassandi. Það hlýtur einhver sniðugheitamaður að hafa sett netfangið mitt á einhvern póstlista á einhverrri viðbjóðssíðunni. Annálaðir húmoristar sem liggja undir grun: Trausti Geimvera Kristjánsson, Rögnvaldur Pensill Magnússon, Guðmundur góði Gunnarsson, Jón Strandagraður Guðmundsson, Kjartan Video Ólafsson, Einar Ríki Sigurðsson, Sverrir Monster Stormsker. Ef þessu linnir ekki þá geri ég ráð fyrir að losa mig við þessa pósta á Hverfisgötunni og þannig ætti málið að komast í eðlilegan farveg innan kerfisins. Og hafið þetta til marks, þér munið finna Fáfnir í fjöru ef ekki úr rætist.
<< Home