sunnudagur, nóvember 14, 2004

Efnistök

Þar sem það virðist vera óánægja hjá einhverjum félagsmanna VSP með efnistökin í pistlum Trausta Salvars er ekki úr vegi að spyrja eftirfarandi spurningar: "Hvað viljið þið sjá á vef VSP"? Endilega komið með einhverjar tillögur í commentin.

Svo er annað mál, eins og er hafa 3 einstaklingar leyfi til að rita greinar á vef VSP, hér er um að ræða Baldur Smára (Kaztro), Trausta Salvar (Framkvæmdarstjórinn) og Kristján Jóns (Bolvíska stálið). Mér finnst eðlilegt að fleiri meðlimir VSP fái að leggja orð í belg og vil þess vegna bjóða félagsmönnum að sækja um aðgang að ritstjórn vefsins. Það eina sem menn þurfa að gera er að senda tölvupóst á netfangið base@snerpa.is. Í þeim pósti þarf eftirfarandi að koma fram:
  • nafn félagsmanns
  • netfang félagsmanns
  • rök fyrir því að viðkomandi félagmaður eigi að fá aðgang
Ritstjórn mun svo gæta fulls óhæðis og fjalla um allar umsóknir á hlutlægan hátt.