föstudagur, desember 03, 2004

KJ gerir allt vitlaust, enn á ný.

Vinbelgurinn Kristján Jóhannson, eða Old Dirty Bastard einsog hann kýs nú að nefna sig, var mikið í fréttum þessa vikuna. Kristján, sem er úr Vindbelgsættinni frá Akureyri , dró að sér fé frá Félagi krabbameinssjúkra barna, í formi söngs á tónleikum til styrkar áðurnefndra samtaka. Þykir þetta mikið hneyksli, þar sem það er löngu ljóst að Kristján mæmar (lipsync) allt sitt efni, og að skegg hans er augljóslega ígrætt hár, sótt úr Bikinivaxstofu Guðríðar á Amtmannsstígnum. En ekki er það síður fréttnæmt, að fyrirmyndardúkkan (bókstafleg), Horbytta Baukdal, þáði heilar 80.000 kr fyrir að mæta og flétta á sér hárið, og láta einsog indíánastelpa. Einnig hefur fréttastofa VSP öruggar heimildir fyrir því, að Kristján muni á næstu dögum fljúga utan til USA, þar sem hann mun taka við aðalhlutverkinu í hinum geysivinsælu Sopranos þáttum, sem sýndir hafa verið á Gufuni undanfarið. Kristján, sem er augljóslega af ítölskum ættum, sagðist lengi hafa hugnast hlutverkið, og nú " gæti hann loks fengið útrás fyrir ítalaskrattann í sér", einsog hann orðaði það. Þó er einn þrándur í götu Kristjáns, því Færeyingurinn Þrándur í Götu hefur lögsótt Kristján fyrir ærumeiðingar í garð Satans, en Þrándur er djöfladýrkandi. Þrándur segir að það sé Satani til minnkunar að vera líkt við Reyni Traustason, sem þó sé sko engin Jesú, frekar en Kristján.
Þrátt fyrir mótbyrinn segist Kristján hæstánægður með lífið og tilveruna, og bendir fólki á að kaupa nú diskinn sinn, Il Duce.