Sögulegur áfangi
Kæru félagar, háttvirtur menntamálaráðherra, og aðrir lesendur. Ég átti mér draum. Um að dag einn, myndu Vestfirzkir Sleikipinnar verða rafrænir riddarar glaums og gleði, og sá draumur er orðinn að veruleika. Hverjum hefði dottið í hug, að slíkt stórvirki sem þessi síða er, hefði sprottið upp á slíkum hraða fyrir aðeins örfáum dögum? Já, tæknin er dásamleg, og fagna ég því að við skulum nýta hana í okkar þágu. Ég vil þakka sérstaklega einum manni, sem hefur af eljusemi og dug unnið baki brotnu til þess að gera þessa sýn okkar, þennan draum mögulegan, en það er auðvitað Al Gore, sem á sínum tíma fann upp alnetið, einsog frægt er orðið. Einnig ber að þakka að sjálfsögðu Baldri Smára, sem að öðrum ólöstuðum á mestan heiður skilið fyrir framlag sitt til þessarar síðu. Tæknin leikur í höndum hans líkt og pensill hjá listmálara, meitill hjá myndhöggvara, hljóðfæri tónlistarmanns, eða konubrjóst hjá saurlífsseggi.
Já, Vestfirzkir Sleikipinnar eru komnir til að vera, og hvet ég alla meðlimi til að taka virkan þátt í mótun þessarar síðu, en það er í okkar höndum hvernig erfingjar framtíðarinnar munu dæma þessa síðu í hnotskurn sögunnar! Við verðum beitt þjóðfélagsegg, og stuðlum að lýðræði í landinu. Veitum valdamönnum strangt aðhald, og greinum hismið frá kjarnanum. Okkur mun takast, þar sem öðrum hefur mistekist, því þessi síða er okkar upplýsing. Spyrjum ekki hvað samtökin geta gert fyrir okkur, heldur hvað við getum gert fyrir samtökin!
Trausti Salvar
Já, Vestfirzkir Sleikipinnar eru komnir til að vera, og hvet ég alla meðlimi til að taka virkan þátt í mótun þessarar síðu, en það er í okkar höndum hvernig erfingjar framtíðarinnar munu dæma þessa síðu í hnotskurn sögunnar! Við verðum beitt þjóðfélagsegg, og stuðlum að lýðræði í landinu. Veitum valdamönnum strangt aðhald, og greinum hismið frá kjarnanum. Okkur mun takast, þar sem öðrum hefur mistekist, því þessi síða er okkar upplýsing. Spyrjum ekki hvað samtökin geta gert fyrir okkur, heldur hvað við getum gert fyrir samtökin!
Trausti Salvar
<< Home