Guðmundur ráðinn aðstoðarmaður Stefáns
Guðmundur er þekktur fyrir sínar frægu "pepp" ræður og mun eflaust reynast þeim Stefáni og Guðjóni vel í klefanum í sumar.
Guðmundur Halldór Björnsson, meðhjálpari, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Stefáns Arnalds hjá Bí/Bolungarvík, sem var nýlega ráðinn aðstoðarmaður Guðjóns Þórðarsonar, þjálfara liðsins.
Mun Guðmundur sjá um að "straumlínulaga þjónustustig Stefáns," og "marka heildarstefnu í grunn-fagaðstoðun," líkt og segir í tilkynningu.
"Á mannamáli þýðir þetta að ég muni koma til með að sjá um að vekja Stebba og keyra hann í vinnuna. Síðan mun ég sjá um að færa æfingarplön inn í Excel og svoleiðis, auk þess sem ég mun koma til með að stýra handboltaæfingum í upphitun, en það er nýlunda á Íslandi að láta fótboltamenn spila handbolta í upphitun, meðan blæti handboltamanna til að spila knattspyrnu í sinni upphitun á æfingum er alþekkt," sagði Guðmundur.
<< Home