Eignaðist þúsundasta "vininn" á Facebook
Litli "vinurinn" er sagður tilheyra Kristjáni sjálfum, enda eru þeir sláandi líkir.
Mannvinurinn og þúsundþjalasmiðurinn Kristján Jónsson náði þeim merka áfanga á dögunum að eignast þúsundasta vininn á Facebook samskiptavefnum. Þykir þetta nokkuð eftirsóttur heiður, enda ávísun á vinsældir, aðdáun og frama innan samfélags manna.
Það sem skýtur þó skökku við í tilfelli Kristjáns, er að um helmingur "vina" hans á Facebook, eru í raun hlutir sem eru tengdir honum á einn eða annan hátt. Til að mynda er hvítur Intersport sokkur Kristjáns af hægri fæti, með sína eigin Facebook-síðu, sem og George Foreman samlokugrillið hans. Meira að segja Micru-bifreið Kristjáns er með eigin Facebook-síðu, og nýtur hún töluverðra vinsælda.
Getgátur eru uppi um að Kristján sjálfur standi að baki síðunum, til þess eins að hífa upp vinafjöldann á Facebook-síðu sinni. Sterkasta vísbendingin þess efnis er einfaldlega eðli þúsundasta "vinarins", sem er vafalaust sá nánasti í vinahópi Kristjáns, en einnig sá minnsti.
Sjá má Facebook-síðu þessa nýjasta með-lims hér.
<< Home